Margrét Kolka Haraldsdóttir
Um listamanninn
Fædd í Reykjavík 1948. Gekk í Miðbæjarbarnaskólann og Verslunarskóla Íslands. Lauk námi í listasögu, dönsku og ensku frá Háskóla Íslands og kennaraprófi frá Mynd- og handíðarskóla Íslands.
Starfaði um árabil við brúðuleikhús, tók þátt í sýningum og var um tíma formaður félags brúðuleikfólks á Íslandi, UNIMA á Íslandi. Tók síðast þátt í brúðuleikhúsi með sýningunni Prinsessan í hörpunni 2001 á vegum Listahátíðar.
Rak Myndlistaskóla Garðabæjar í 15 ár ásamt Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur. Starfaði sem dönskukennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í 15 ár.
Menntun
Hefur notið leiðsagnar ýmissa kennara svo sem Erlu Sigurðardóttur, Derek Mundell, Bridget Woods, Keith Hornblower, Ann Larson, Ylva Molitor-Gärdsell og Lena Gemzøe
2003-2018
Myndlistaskóli Kópavogs
1989-1996
Háskóli Íslands
1970-1975
Myndlista- og handíðaskóli Íslands
1969-1970
Háskóli Íslands
1963-1969
Verslunarskóli Íslands
1955-1963
Miðbæjarbarnaskóli
Sýningar
2021
-
Fuglaþing vatnslitasýning í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Reykjavík
2020
-
Samsýning NAS (norrænir vatnslitamálarar) og The Royal Watercolour Society of Wales í Bretlandi
-
Samsýningu Vatnslitafélags Íslands Bókasafn Mosfellsbæjar
2019
-
Samsýning Vatnslitafélags Íslands Háteigskirkju Reykjavík
-
Jónshús Garðabæ
-
Hannesarholt Reykjavík
2017
-
Samsýning í Norræna húsinu Reykjavík - Nordiska Akvarellsällskapet
Hefur sýnt ýmist ein eða með öðrum á ýmsum stöðum svo sem á Hofsósi, Blöndósi og í Neskaupstað.